Innlent

Eldur í skipinu Valur

Eldur kom upp við stakkageymslu á millidekki í skipinu Vali GK-185 í Sandgerðishöfn upp úr klukkan átta í gærkvöldi. Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri segir allt slökkvilið Sandgerðis hafa verið kallað út og leitað hafi verið liðsauka frá slökkviliði Keflavíkur. Eldsupptök voru óljós í gærkvöld, en Reynir segir eldinn hafa verið heldur mikinn. Kvoða hafi verið notuð til slökkvistarfsins þar sem vatn hafi ekki nægt til slökkvistarfsins. Skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×