Fimmtíu milljarða samdráttur 17. febrúar 2005 00:01 Lán Íbúðalánasjóðs, sem er stærsti lánveitandi hér á landi til fasteignakaupa, voru í árslok 2003 tæpir 445 milljarðar. Í lok júní 2004 höfðu útlánin hækkað upp í tæpa 483 milljarða. Eftir að árshlutaskýrsla Íbúðalánasjóðs kom út fóru bankarnir að bjóða upp á fasteignalán og var nokkur uppgreiðsla á Íbúðasjóðslánum á haustmánuðum, sérstaklega í október og nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið hefur undir höndum minnkuðu heildarútlán sjóðsins um allt að 50 milljarða á síðustu sex mánuðum ársins 2004. Hlutdeild viðskiptabankanna á fasteignalánamarkaði hefur aukist úr fimm prósentum í tæp 19 prósent á síðustu tveimur árum. Þrátt fyrir það hefur Íbúðalánasjóður enn yfirburðastöðu á fasteignalánamarkaði með um 67 prósent af fasteignalánum, en hefur þó minnkað um tíu prósentustig á umræddum tíma. Hlutfall lífeyrissjóða hefur verið um 17 prósent en er nú 14 prósent. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að útlán í janúarmánuði hafi verið hærri en í janúar fyrir ári síðan, sem þó hafi verið metár, og það sé hans tilfinning að um helmingur nýrra lána til fasteignakaupa komi frá sjóðnum en bankarnir skipti hinum helmingnum á milli sín. Í lok janúar voru fasteignalán bankanna tæpir 138 milljarðar, að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, yfirmanns Greiningardeildar Landsbankans. Þessi lán höfðu þá hækkað um 12,5 milljarða frá áramótum. Hluti þessara lána hefur orðið til vegna skuldbreytinga. Ekki er gert ráð fyrir erlendum lánum heimilanna í þessari tölu. Útlán lífeyrissjóðanna eru nú um 90 milljarðar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Lán Íbúðalánasjóðs, sem er stærsti lánveitandi hér á landi til fasteignakaupa, voru í árslok 2003 tæpir 445 milljarðar. Í lok júní 2004 höfðu útlánin hækkað upp í tæpa 483 milljarða. Eftir að árshlutaskýrsla Íbúðalánasjóðs kom út fóru bankarnir að bjóða upp á fasteignalán og var nokkur uppgreiðsla á Íbúðasjóðslánum á haustmánuðum, sérstaklega í október og nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið hefur undir höndum minnkuðu heildarútlán sjóðsins um allt að 50 milljarða á síðustu sex mánuðum ársins 2004. Hlutdeild viðskiptabankanna á fasteignalánamarkaði hefur aukist úr fimm prósentum í tæp 19 prósent á síðustu tveimur árum. Þrátt fyrir það hefur Íbúðalánasjóður enn yfirburðastöðu á fasteignalánamarkaði með um 67 prósent af fasteignalánum, en hefur þó minnkað um tíu prósentustig á umræddum tíma. Hlutfall lífeyrissjóða hefur verið um 17 prósent en er nú 14 prósent. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að útlán í janúarmánuði hafi verið hærri en í janúar fyrir ári síðan, sem þó hafi verið metár, og það sé hans tilfinning að um helmingur nýrra lána til fasteignakaupa komi frá sjóðnum en bankarnir skipti hinum helmingnum á milli sín. Í lok janúar voru fasteignalán bankanna tæpir 138 milljarðar, að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, yfirmanns Greiningardeildar Landsbankans. Þessi lán höfðu þá hækkað um 12,5 milljarða frá áramótum. Hluti þessara lána hefur orðið til vegna skuldbreytinga. Ekki er gert ráð fyrir erlendum lánum heimilanna í þessari tölu. Útlán lífeyrissjóðanna eru nú um 90 milljarðar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira