Innlent

Ákærð fyrir stórfellt smygl

Sjö manns, fimm karlmenn og tvær konur, eru ákærðir fyrir smygl á eitt þúsund e-töflum og 130 grömmum af kókaíni í janúar í fyrra. Efnið kom með pósti til landsins. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Efnið kom með flugpósti frá Hollandi í byrjun janúar og er götuverðmæti þess metið á nokkrar milljónir. Karlmennirinir eru ákærðir fyrir innflutninginn en konurnar tvær fyrir að hafa aðstoðað við brotið. Önnur kvennanna er stjúpdóttir eins mannsins sem stóð að innflutningnum en hún er ákærð fyrir að hafa sótt pakkann á pósthúsið. Hin konan er ákærð fyrir að hafa tekið á móti peningum til að nota til að greiða fyrir fíkniefnin. Fólkið er á öllum aldri, sá yngsti 22 ára en elsti rúnmlega fertugur. Það hefur ekki komið við sögu í fíkniefnamálum áður. Fimm er búsettir í Keflavík en tveir á Akureyri, maður frá Marokkó sem er ákærður fyrir að hafa haft milligöngu um kaupin úti í Hollandi og íslensk eiginkona hans sem er ákærð fyrir peningaþvætti. Fjórir hafa játað aðild að brotinu að mestu leyti en tvennt neitar sök. Aðalmeðferð málsins verður þann 14. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×