Menning

Djús og gos valda offitu barna

Eitt til tvö glös af ávaxtasafa eða sykurgosi á dag geta reynst ungum börnum skeinuhætt, einkum þeim sem eiga vanda til að fitna. Bandarískir næringarfræðingar segja löngu tímabært að foreldrar hætti að gefa ungum börnum sínum ávaxtasafa og eða sykraða gosdrykki. Það er þekkt staðreynd að ávaxtasafi getur valdið tannskemmdum í börnum en nú bendir margt til að slíkir drykkir valdi einnig offitu. Næringarfræðingarnir vestra segja að á tuttugu ára tímabili, frá 1977 til 1997, hafi neysla ungra barna á gosdrykkjum aukist um 62% og um 42% á ávaxtasafa. Á sama tíma hefur börnum sem þjáðst af offitu fjölgað til muna. Næringarfræðingarnir segja að barn sem drekkur um 35 cl af ávaxtasafa daglega sé mun hættara til að glíma síðar við offitu en barni sem drekkur ekki safa. Foreldrar eru hvattir til að hafa mjólk og vatn til reiðu þegar börnin verða þyrst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×