Innlent

Grunaður um ölvun undir stýri

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og Íþróttamaður ársins 2004, var tekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt sunnudagsins eftir að hafa tekið þátt í gleðskap með öðrum leikmönnum Chelsea. Voru þeir að fagna góðu gengi liðsins en á laugardaginn lagði liðið Everton á útivelli og skoraði Eiður Smári sigurmark liðsins. Að sögn lögreglu var aksturslag Eiðs með þeim hætti að ástæða þótti til að stöðva bíl hans og láta hann blása. Í framhaldi af því var hann handtekinn og færður á lögreglustöð í suðurhluta London. Þar var tekin af honum blóðprufa áður en hann var látinn laus gegn tryggingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×