Ekkert hús án kvikinda 14. febrúar 2005 00:01 Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni." Hús og heimili Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni."
Hús og heimili Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira