Erlent

Sjálfsmorðsárás fyrir utan mosku

Yfir tuttugu manns liggja í valnum eftir árásir öfgamanna í Írak í morgun. Sjálfsmorðssprengja sprakk fyrir utan mosku á háannatíma en föstudagar eru bænadagar múslíma. Þá gerðu byssumenn árás inn í bakarí. Báðar þessar árásir voru í Bagdad. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er í eins dags heimsókn í Írak til að skoða þjálfunarbúðir írakskra hermanna. Þetta er áttunda heimsókn hans til landsins frá því að stríðinu lauk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×