Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi

Íslendingi á þrítugsaldri var gert í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, en hann var handtekinn fyrir þátttöku í fíkniefnasmygli í lok janúar. Vegna sama máls situr þýskur maður í gæsluvarðhaldi en hann var tekinn með fjögur kíló af amfetamíni á Keflavíkurflugvelli þann 26. janúar síðastliðinn. Íslendingurinn var handtekinn eftir að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum. Hann lagði á flótta undan lögreglunni en náðist á hlaupum í Vesturbænum. Gæsluvarðhald yfir Þjóðverjanum rennur út eftir tæpa viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×