Nýtt varðskip á næsta ári 8. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira