Erlent

Kúrdar vinna á

Stærsti flokkur Kúrda hefur unnið mjög á í kosningunum í Írak eftir að stór hluti atkvæða í norðurhluta landsins hefur verið talinn. Nú hafa Kúrdarnir nærri fjórðungsfylgi og að sama skapi hefur fylgi bandalags Sjíta fallið úr 67 prósentum talinna atkvæða niður í rétt rúmlega helming. Flokkur Iyads Allawi hefur aðeins hlotið um 13 prósent talinna atkvæða. Þegar hafa spunnist miklar vangaveltur um hvernig flokkarnir raðast saman í stjórn, enda þarf tvo þriðju hluta atkvæða við samþykkt nýrrar stjórnarskrár og í vali á nýjum forseta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×