Innlent

Smygl á 4 kílóum af amfetamíni

Þjóðverji og Íslendingur, báðir á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni með flugi hingað til lands nýverið. Það er fjórfalt meira magn en áður hefur náðst af flugfarþega. Þjóðverjinn kom með efnið til landsins 26. janúar og var handtekinn í Leifsstöð en Íslendingurinn tveimur dögum síðar og gerði hann tilraun til að flýja undan lögreglunni. Grunur leikur á að Þjóðverjinn hafi verið svonefnt burðardýr og aðeins átt að flytja efnið til landsins en Íslendingurinn hafi verið kaupandinn og ætlað að annast sölu og dreifingu hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×