Erlent

Reyna að halda í hermenn

Bandaríkjamenn hafa gripið til margvíslegra aðgerða til þess að sporna við hugsanlegri manneklu í herliði sínu í kjölfar stríðsins í Írak. Stór hluti herliðsins í Írak hefur þegar lokið herskyldu sinni og hefur verið gripið til þess ráðs að bjóða hermönnum þúsund dollara skattfrjálsan kaupauka fyrir að framlengja veruna í Írak. Þá er nýliðum í bandaríska hernum nú boðin tæp milljón króna í kaupauka ef þeir skuldbinda sig til sex ára veru í hernum. Auk þessa hefur meira en tvö þúsund manns verið bætt í hóp þeirra sem hafa atvinnu af því að fá fólk til þess að ganga í herinn. Allt er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að sú staða komi upp að Bandaríkjamenn lendi í vandræðum með að halda úti um 150 þúsund manna herliði í Írak í a.m.k. ár til viðbótar, eins og sérfræðingar telja nú að verði raunin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×