Erlent

Ný ríkisstjórn ólögmæt

Nokkrir áhrifamiklir klerkar súnní-múslima í Írak hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkisstjórn sem yrði mynduð samkvæmt úrslitum þingkosninganna væri ólögmæt vegna þess að svo margir Írakar hefðu sniðgengið kosningarnar. Það voru aðallega súnní múslimar sem ekki kusu. Þótt þeir séu í minnihluta í landinu, eða um 40% landsmanna, þá réðu þeir þar lögum og lofum meðan Saddam Hussein var við völd og kúguðu sjíta grimmilega. Þeir voru mjög á móti kosningunum þar sem ljóst mátti vera að sjítar kæmu sterkir út úr þeim. Margir þeirra vilja því heldur halda áfram hryðjuverkum en að fara pólitíska leið að markmiðum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×