Viðskipti innlent

Sjóvík kaupir Iceland Seafood

SÍF seldi í dag dótturfélag sitt Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Kaupandi er Sjóvík ehf. og nemur söluverðið 26,5 milljónum evra, um 2,1 milljarði króna, en að auki tekur kaupandi yfir vaxtaberandi skuldir að andvirði um 1,8 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.  Þá mun SÍF fjárfesta í Sjóvík fyrir jafnvirði 6,1 milljónar evra, um 480 milljónir króna, og verður við það eigandi tæplega 13% hlutafjár í félaginu. Um leið lætur Benedikt Sveinsson af störfum sem forstjóri Iceland Seafood Corporation að eigin ósk, en hann hefur verið forstjóri félagsins frá ársbyrjun 1999.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×