Heppni að björgun tókst 1. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira