Viðskipti innlent

Verðbólga fer yfir þolmörk

Gangi spá um óbreytta vísitölu eftir mun verðbólgan mælast 4,3 prósent og rjúfa þannig efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólga hefur aukist mikið að undanförnu en í ljósi sterkrar krónu er líklegt að hún hjaðni nokkuð er líður á árið og fari jafnvel niður fyrir þolmörkin strax í maí. Hins vegar mun þróun á gjaldeyrismarkaði og ekki síður á húsnæðismarkaði ráða þar miklu um, en eins og stendur er lítið sem ekkert lát á hækkun íbúðaverðs, sem er verðbólguhvetjandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×