Viðskipti erlent

Olíuframleiðsla verði óbreytt

Olíumálaráðherrar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að halda framleiðslunni óbreyttri, en hún er nú 27 milljónir tunna á dag. Þeir ákváðu jafnframt að falla frá því markmiði sínu frá árinu 2000 að verð á olíutunnu skuli vera á bilinu 22 til 28 dollarar til að halda efnahag í heiminum í jafnvægi. Þeir segja að þetta sé tímabundin ákvörðun en sérfræðingar segja líklegt að olíuráðherrarnir telji að þetta viðmið sé of lágt í ljósi þess að efnahagur heimsins hafi lítið raskast þótt olíuverð hafi farið upp í rúma 50 dollara fyrir tunnuna um tíma í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×