Formennirnir viðurkenni mistök 30. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira