Viðskipti erlent

Ekki dregið úr olíuframleiðslu

Ekki verður dregið úr olíuframleiðslu hjá OPEC-ríkjunum. Þetta var ákveðið á fundi helstu olíuframleiðsluríkja heims í Vín í dag. Olíuverð hefur lækkað mjög frá því sem það varð hæst á síðasta ári en er þó enn töluvert hærra en í byrjun síðasta árs. Getgátur voru uppi um að OPEC-ríkin myndu draga úr framleiðslu til að hindra frekari verðlækkun og vildu fulltrúar sumra ríkja að sú leið yrði farin. Ekki var meirihluti fyrir því og eftir stuttan fund náðist samkomulag um óbreytt framleiðslumagn. Á föstudaginn kostaði olíufatið 47 dollara á heimsmarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×