Ástandið í Írak ógnvekjandi 29. janúar 2005 00:01 Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira