Innlent

Nýtt varðskip á rekstrarleigu

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vill að nýtt varðskip verði leigt en ekki keypt. Hann telur óskynsamlegt að verja þremur milljörðum króna til kaupa á nýju skipi og segir betri kost að greiða 150 milljónir króna í leigu á ári. Þá telur hann óþarfi að nýtt varðskip verði sérhannað fyrir Íslendinga, ekki þurfi annað en að líta til norskra skipa sem notuð eru við svipaðar aðstæður og hér eru. Norska strandgæslan rekur 24 skip en á aðeins þrjú. Hin eru leigð. Skipaleigu er háttað með svipuðum hætti og flugvélaleigu og jafnvel rekstrarleigu bíla sem er alþekkt meðal Íslendinga. Georg segir ýmsa kosti fylgja leigufyrirkomulaginu. "Í stað þess að binda þrjá milljarða í eign sem ónýtist smám saman gætum við greitt ákveðið leigugjald. Það ætti líka að leiða til skilvirkari endurnýjunar á þessum tækjum." Georg Lárusson rennir hýru auga til skipa á borð við þau sem meðal annars eru notuð í Noregi, Það eru millistór fjölnota skip sem nýtast vel til allra verka sem Landhelgisgæslan sinnir. Sjá ítarlegt viðtal við Georg Kr. Lárusson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×