Viðskipti innlent

Eignirnar nema tíföldum fjárlögum

MYND/Vísir
Gróði stóru bankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka, á síðasta ári nemur samtals tæpum 40 milljörðum króna. Eignir bankanna jukust líka gríðarlega á árinu og nema nú samanlagt tæplega 3000 milljörðum króna. Til samanburðar eru fjárlög ríkisins í ár aðeins tæpir 300 milljarðar þannig að eignir bankanna nema tíföldum fjárlögum. Þjóðarframleiðslan í ár er áætluð 950 milljarðar króna þannig að eignir bankanna nema þrefaldri þjóðarframleiðslunni, svo samanburður sé tekinn af einhverjum stærðum í þjóðfélaginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×