Skemmtilegur bæði í sveit og borg 28. janúar 2005 00:01 Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira