Baugur kaupir aftur í Flugleiðum 28. janúar 2005 00:01 Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira