Lífið

Ítalskt gler og krystalvara

"Við höfum starfað í yfir 25 ár og þá aðallega í stórverkefnum," segir Holgeir Gíslason hönnuður hjá GH Ljósum. GH ljós hannaði meðal annars lýsinguna fyrir Bláa Lónið, Marel og Íslenska Erfðagreiningu. Þjónusta fyrirtækisins er margþætt, þeir hanna, teikna og vinna módel og mæta heim til fólks sem er í vandræðum. "Á heimilislýsingamarkaðnum hefur ítölsk gler- og krystalvara verið sérmerki okkar í gegnum árin," segir Holgeir og bætir við að varan sé að miklu leiti unnin úr fínasta murano gleri og krystal. Merkin sem hann selur, eins og iTRE og Fabbian, séu í miklu uppáhaldi hjá virtum hönnuðum út um allan heim en einnig hafi þeir önnur minna þekkt merki á lægra verði. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.