Innlent

Býður nýbúa velkomna

Mjóafjarðarhreppur ætlar að slást í hóp með þeim sem fjölga vilja íbúum í fjórðungnum í kjölfar stóriðju- og virkjunarframkvæmda. Hreppurinn hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir átta nýjum íbúðarhúsalóðum við Þinghólsveg og einni frístundalóð við Brekku, höfuðból Mjófirðinga. Í Mjóafirði er ársbúseta í tíu húsum en íbúar í hreppnum eru 38 talsins. Fjölgaði þeim um einn á síðasta ári þegar barn kom í heiminn. Samgöngur við Mjóafjörð eru um Mjóafjarðarheiði, sem segja má að sé fyrst og fremst sumarvegur, og allt árið með póst- og flutningabátnum Anný sem kemur tvisvar í viku til Norðfjarðar. Þá hefur skipaferðum í Mjóafjörð fjölgað mikið með tilkomu laxeldisins sem þar er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×