Innlent

Stal bók og geisladiskum

Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað og skjalafals. Maðurinn stal tveimur geisladiskum og einni bók úr verslunum auk þess sem hann framvísaði fölsuðum lyfseðli. Maðurinn var einnig ákærður fyrir innbrot í íbúð og fyrir að selja muni úr innbrotinu. Þótti dóminum ekki sannað að hann hefði framið innbrotið en hann var dæmdur fyrir hylmingu því ljóst var að hann hafði þýfið í sinni vörslu. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir auðgunarbrot og skjalafals.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×