Innlent

Braut gegn valdstjórninni

Maður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi í andlitið á Kaffi Austurstræti í mars í fyrra. Sjálfur segir maðurinn afar ólíklegt að hann hafi slegið til lögreglumannsins þar sem hann hafi aldrei slegið til nokkurs manns. Dóminum þótti framburður vitna gefa lögfulla sönnun þess að maðurinn hefði slegið lögreglumanninn. Lögreglumaðurinn bólgnaði á nefi og hlaut sár á vör. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×