Innlent

Fékk sjö mánaða skilorð

Skipstjórinn í ferð Hauks ÍS til Þýskalands þar sem tveir skipverjanna voru handteknir fyrir tilraun til fíkniefnasmygls var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun kannabisplantna. Maðurinn, sem er fertugur, var dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi í Suður-Ameríku fyrir að reyna að smygla fjórtán kílóum af kókaíni. Sá dómur hefur engin áhrif á dóm mannsins nú þar sem hann braut af sér í öðru landi. "Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, svo vitað sé," segir í dómnum. Maðurinn var fundinn sekur um ræktun á tæplega tvö hundruð kannabisplöntum og fyrir að vera með nokkur grömm af maríjúana í fórum sínum. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með brotum sínum sem maðurinn framdi árin 2002 og 2003 rauf hann skilorð, en árið 2000 var hann dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir brot gegn almennum hegningarlögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×