Innlent

Lögbann á starfsmenn

Fjórum af fimm fyrrverandi starfsmönnum SÍF sem sögðu upp störfum fyrir áramót og stofnuðu eigið fisksölufyrirtæki hefur verið meinað að starfa fyrir nýja félagið eða taka á nokkurn annan hátt í starfsemi félagsins til 30. júní. Þetta er niðurstaða Sýslumannsins í Reykjavík en SÍF fór fram á lögbannið. Alls sögðu átta starfsmenn upp störfum um áramót og fóru í samkeppni við fyrrum vinnuveitanda sinn en lögbanns var krafist á fimm þeirra. . Stjórnendur SÍF telja niðurstöðuna renna stoðum undir þau sjónarmið að viðkomandi starfsmenn hafi brotið gegn ráðningarsamningum og skuldbindingum með því að hefja samkeppni við félagið og að tímasetning uppsagna þeirra hafi verið valin til að reyna að skaða SÍF. Stjórnendur SÍF töldu einnig ólíðandi að starfsmennirnir hafi notað tíma sinn í vinnu fyrir félagið til að undirbúa samkeppni við það. Stjórnendur SÍF hafa óskað eftir viðræðum við starfsmennina fyrrverandi vegna starfsloka þeirra hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×