Hlýnunin að verða óumflýjanleg 24. janúar 2005 00:01 Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent