Viðskipti innlent

Skilyrði sett fyrir virkum hlut

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Straums Fjárfestingarbanka um kaup á virkum eignarhlut í Íslandsbanka með skilyrðum. Straumi eru sett þau skilyrði að við kjör stjórnarmanna í Íslandsbanka og Tryggingamiðstöðinni séu valdi einstaklingar sem séu óháðir Straumi og tengdum aðilum. Krafa er gerð um að Straumur geri eftirlitinu grein fyrir hverni athvæðarétti verði beitt í stjórnarkjöri. Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um að Straumur geri eftirlitinu grein fyrir því ef samstarf verði við annan aðila um eignarhluta í Íslandsbanka og ef Straumur hafi frumkvæði að því að boða til hluthafafundar. Fjármáleftirlitið telur að Straumur geti ekki, vegna hættu á hagsmunaárekstrum, verið virkur eigandi, beint eða óbeint bæði í Tryggingamiðstöðinni og Íslandsbanka og dótturfélögum bankans. Fjármálaeftirlitið áskilur sér rétt til að setja frekari skilyrði í ljósi reynslu fyrir meðferð eignahlutarins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×