Innlent

Nígeríumaðurinn farinn úr landi

Þrítugur Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni er farinn úr landi. Maðurinn var tekinn í kjölfar þess að þrítugur Ungverji var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis í áttatíu hylkjum. Rökstuddur grunur var um tengsl mannanna en ekki tókst að sýna nægilega vel fram á þau og var Nígeríumanninum því sleppt og fór hann af landi brott í gær. Ungverjinn, sem handtekinn var daginn fyrir gamlársdag, var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Ekki er talið ósennilegt að farið verði fram á framlengingu þess. Einhverjir Íslendingar hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×