Fischer íslenskur ríkisborgari? 19. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira