Innlent

Þungur dómur fyrir árás með öxi

MYND/ÞÖK
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 25 ára Hafnfirðing, Börk Birgisson, í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar og hættulegar líkamsárásir. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið með flösku sem brotnaði og barið hann síðan með hnefum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa barið konu í andlitið, slegið mann í götuna, brotið umferðarlög og framið vopnalagabrot með því að hafa óskráða haglabyssu í fórum sínum. Hann er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að leggja ítrekað til manns með öxi á veitingastaðnum A. Hansen og veita honum ýmsa alvarlega áverka. Dómurinn er óskilorðsbundinn og þarf sakborningur að greiða allan sakarkostnað og ýmsar sektir að auki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×