Innlent

Bókhaldið ófært

Jón H. Snorrason segir fyrst og fremst stjórnendur hjá Frjálsri fjölmiðlun og öðrum félögum tengdum fyrirtækinu vera til rannsóknar hjá embættinu. Í yfirlýsingu frá Sveini R. Eyjólfssyni, fyrrverandi eiganda Frjálsrar fjölmiðlunar, segir að þau mál sem eru til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra lúti að meðferð vörslufjár einstakra dótturfélaga fyrirtækisins og aðgerðum starfsmanna í aðdraganda gjaldþrotsins. Heimildir blaðsins segja málið þó vera víðtækara en svo. Jón H. Snorrason segir stjórnarmenn aðeins geta borið ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þeir standa sjálfir að. Rannsóknir embættis snúa að ætluðum auðgunarbrotum og skattalagabrotum. Jón segir augu embættisins beinast að hinum og þessum aðgerðum og athöfnum sem stjórnendur tengdir Frjálsri fjölmiðlun gætu borið refsiábyrgð á. Embættið taldi ekki nægilega rökstuddan grun vera til að óska eftir gögnum um fyrirtækið Time Invest í Lúxemborg eins og skiptastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar óskaði eftir. "Það kom mér á óvart að skiptastjóri hafi ekki komið því í verk að láta klára að færa bókhald Frjálsrar fjölmiðlunar sem myndi gefa yfirsýn yfir málið," segir Jón. Eftirlitsskylda stjórnarmanna fyrirtækja felst aðallega í því að stöðva rekstur fyrirtækis ef það greiðir ekki skatta eða opinber gjöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×