Engin lognmolla framundan 17. janúar 2005 00:01 Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann. Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira