Innlent

Þyrla kom til hjálpar

55 ára karlmaður hlaut skurði á höfði og brotið hné er honum varð fótaskortur í klettabelti í Esjunni í gær og hrapaði um 20 metra. Hann var sóttur á þyrlu. Maðurinn var einn á ferð og í fallinu skemmdist farsími sem hann var með. Annar maður, einsamall, kom að honum um klukkutíma síðar og gerði neyðarlínu aðvart kl. 1.45. Menn úr slökkviliði og björgunarsveit reyndu að komast upp fjallið á jeppa en urðu frá að hverfa. Því fóru þeir gangandi á slysstað og kölluðu út þyrlu. Björgunin gekk vel og var maðurinn kominn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi kl. 16.40. Hann var á gjörgæslu í gærkveldi en ekki í lífshættu að sögn læknis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×