Innlent

Þarf að greiða þrjátíu milljónir

Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur til að greiða rúmar þrjátíu milljónir í sekt og í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og brotum um virðisaukaskatt. Eins árs fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. Maðurinn sem var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis játaði brot sín. Hann stóð ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna ársins 2001. Þá stóð hann ekki skil á staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna fyrirtækisins frá árinu 2000 til ársins 2003. Maðurinn stóð heldur ekki skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni fyrirtækisins samtals um tíu milljónir króna frá árinu 2000 til ársins 2003. Skattsvik mannsins nema samtals rúmlega fimmtán milljónum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×