Alcan vill bætur frá olíufélögunum 14. janúar 2005 00:01 Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira