Viðskipti innlent

Hættir starfsemi í Lettlandi

MYND/Vísir
Undirritaður hefur verið samningur um sölu á dótturfyrirtæki Granda, SIA Baltic Seafood í Lettlandi, sem rekið hefur verið með tapi. Þar með hefur félagið hætt allri starfsemi í Lettlandi. Áhrif á afkomu HB Granda hf. vegna sölunnar eru óveruleg samkvæmt tilkynningu á vef Kauphallar Íslands. Grandi gerði einnig samning við Kaupþing Búnaðarbanka í dag um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.  KB banki skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í Kauphöll Íslands í HB Granda að lágmarki 1.000.000 krónur að nafnvirði á gengi sem KB banki ákveður í hvert skipti. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 5%. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sem KB banki er skuldbundinn til að eiga eða selja skal vera 50.000.000 krónur að markaðsvirði.    





Fleiri fréttir

Sjá meira


×