Innlent

Sýslumaður skilar Muggsmyndum

Sýslumaðurinn á Patreksfirði hefur fellt niður kæru á stuldi þriggja teikninga Muggs. Kærufrestur vegna ákvörðunarinnar rennur út á mánudag. Teikningarnar hafa verið í geymslu sýslumanns í tvö ár eða frá því að þær voru sóttar á myndlistarsýningu í Bíldudal, sem sá kærði hélt. Rekja má málið til ársins 1991. Kærandi, eldri kona í Króksfjarðarnesi, segir að hún hafi keypt teikningarnar af galleríi í Reykjavík og falið því geymslu á þeim. Tónlistarkennari hennar hafi farið þangað og sótt þær án hennar leyfis. Sá kærði segir teikningarnar hafa verið gjöf til sín, samkvæmt frétt DV í janúar 1994. Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði segir að á sínum tíma hafi veirð lagt hald á teikningarnar eins og hvert annað meint þýfi. Sú ákvörðun hafi verið byggð á 112. grein laga um meðferð opinberar laga, það sé að mat á sönnunargögnum hafi leitt til þess að myndirnar hafi verið teknar af sýningunni. Hann geti ekki tjáð sig að öðru leiti um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×