Innlent

Sakfelling í 155 málum

MYND/Róbert
Sakfellt hefur verið í 155 af 176 skattsvikamálum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á árunum 1998-2004, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Tuttugu mál er nú til meðferðar fyrir dómstólum og í einu tilviki var fallið frá ákæru fyrir aðalmeðferð. Samanlögð vanframtalin velta er talin nema um þremur milljöðrum króna í málunum 176 en heildarfjárhæð skattsvikanna er talin vera um 1,3 milljarðar króna. Sektir í þeim 155 málum þar sem dómur liggur fyrir nema samtals 1,2 milljörðum króna. Samkvæmt Ríkislögreglustjóra var meðalbrotatími skattsvika um það bil tvö ár en lengst stóðu skattsvik yfir í einu tilviki í átta ár. 191 maður hefur verið ákærður í þeim málum sem er lokið og 187 hafa verið sakfelldir. Einn maður hefur verið ákærður og sakfelldur þrisvar sinnum fyrir skattsvik á sex ára tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×