Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum 10. janúar 2005 00:01 "Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
"Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira