Innlent

Þyrlur fylgdu flugvél að landinu

Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. Þyrla um borð í danska eftirlitsskipinu Triton var sett í viðbragðsstöðu auk þess sem kallað var til báta á svæðinu. Flugmaðurinn lenti vélinni óhappalaust á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×