Viðskipti innlent

500 milljóna tap á gjaldþrotinu

Líkur eru á að kröfuhafar tapi allt að fimm hundruð milljónum króna á gjaldþroti Samvinnuferða-Landsýnar. Ákveðið hefur verið að greiða 80% af forgangskröfum. Samvinnuferðir-Landsýn voru teknar til gjaldþrotaskipta í nóvember 2001. Til stóð að ljúka skiptum í þrotabúinu í dag en af því gat ekki orðið. Ragnar H. Hall skiptastjóri sagði hins vegar að ákveðið hefði verið að greiða 80% af forgangskröfum í búið og verða því greiddar um 40 milljónir upp í þær. Kröfur í búið námu 810 milljónum króna. Viðskiptabankarnir, sem voru stórir kröfuhafar, gátu meðal annars dregið úr tjóni sínu með veði í greiðslukortasamningum og þess háttar. Skiptastjóri taldi ekki ólíklegt að tjón kröfuhafa vegna gjaldþrots Samvinnuferða-Landsýnar yrði á bilinu 4-500 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×