Innlent

Seinheppinn þjófur handtekinn

Seinheppinn þjófur var gripinn fyrir þjófnað síðdegis í gær þegar hann ætlaði að tilkynna um að hann hefði sjálfur lent í þjófnaði. Hann hafði brotist inn í fyrirtæki við Skeifuna í gærmorgun og stolið þaðan fjórum fartölvum. Að því búnu ætlaði hann að aka heim með fenginn en bíllinn fór ekki í gang. Þegar lögregla kom á vettvang var hann hins vegar horfinn í leigubíl en lögreglumönnum þótti eitthvað bogið við bíl, sem þeir sáu á vettvangi, og létu draga hann inn í port við lögreglustöðina. Síðdegis í gær kom svo þjófurinn á stöðina til að spyrjast fyrir um bílinn eða kæra bílþjófnað. Fóru lögreglumenn þá með honum heim þar sem allt þýfið frá morgninum fannst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×