Innlent

Ekið á barn í Breiðholti

Ekið var á barn á gangbraut á gatnamótunum við Stekkjarbakka og Þarabakka í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í gær. Barnið hlaut höfuðhögg við ákeyrsluna og var flutt á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og komst barnið fljótt til meðvitundar en það er enn á sjúkrahúsi. Þá urðu alls sextán umferðaróhöpp í Reykjavík frá því klukkan tíu á laugardagsmorguninn, þar af sex umferðarslys. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en flytja þurfti nokkra á slysadeild. Bílarnir eru allir mikið skemmdir. Lögreglan í Reykjavík segir orsakir þessarar háu slysatíðni vera að hluta til vegna þess hve sól var lágt á lofti en einnig sé vítavert hve ökumenn keyra hratt og blindandi í aðstæðum sem þessum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×