Innlent

Eþíópíumenn áfram í haldi

Gæsluvarðhald yfir þremur Eþíópíumönnum var framlengt um viku í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Einn þeirra er sænskur ríkisborgari en hinir voru með sænsk vegabréf sem eru í eigu annarra þegar þeirm komu til landsins rétt fyrir áramót. Sænski ríkisborgarinn er grunaður um að standa að skipulagðri glæpastarfsemi með því að aðstoða útlendinga við að komast á milli landa. Fólkið var á leið til Baltimore í Bandaríkjunum þegar það var handtekið í Leifsstöð þegar vegabréf tveggja reyndust vera í eigu Flugför fólksins var bókað af sama manninum og greitt var fyrir þau með sama greiðslukortinu. Sá sem er grunaður um glæpinn hefur áður farið til Baltimore í gegnum Ísland með öðrum manni. Sá mætti hins vegar ekki í flug sem hann átti bókað til baka og virðist því hafa orðið eftir í Bandaríkjunum. Upplýsingar frá landamæralögreglu í Svíþjóð staðfesta að maðurinn hefur á síðastliðnum fimm mánuðum fengið útgefin að minnsta kosti þrjú vegabréf og í júlí var manni er bar vegabréf hans frávísað frá Þýskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×