Börnin krefjast 22 milljóna 6. janúar 2005 00:01 Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hákoni er gefið að sök að hafa 4. júlí síðastliðinn veist að Sri á heimili sínu við Stórholt í Reykjavík með kúbeini og slegið hana með því fjórum sinnum í höfuðið svo lífshættulegir höfuðáverkar hlutust af, og að hafa í þrígang vafið taubelti um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta telst varða við 211. grein hegningarlaga þar sem viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi en ekki skemmra en fimm ár. Fyrir dómi í morgun játið Hákon að hafa banað Sri en sagðist ekki viss um hvort hann hefði slegið hana fjórum sinnum í höfuðið eða sjaldnar, né hversu oft hann hefði þrengt belti um háls hennar. Börn Sri krefjast skaðabóta, samanlagt tæplega 22 milljóna króna. Hákon sagðist ekki gera athugasemdir við þær kröfur. Milliþinghald verður í málinu 20. janúar þar sem meðal annars verður fjallað um mat á geðheilbrigði Hákonar. Hann er talinn sakhæfur og ekki ósáttur við það, hins vegar séu nokkur atriði í matinu sem hann er ekki sáttur við. Þingfesting málsins í morgun dróst um hálfa klukkustund og var Hákon í fylgd lögreglumanns sem og fangavarða. Skýringin á fylgdinni og seinkuninni er sú að Hákon mun hafa verið ósáttur við að fara í Héraðsdóm og varð nokkuð þref um það áður en lagt var af stað. Í öryggisskyni var því ákveðið að lögreglumaður fylgdi honum einnig. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hákoni er gefið að sök að hafa 4. júlí síðastliðinn veist að Sri á heimili sínu við Stórholt í Reykjavík með kúbeini og slegið hana með því fjórum sinnum í höfuðið svo lífshættulegir höfuðáverkar hlutust af, og að hafa í þrígang vafið taubelti um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta telst varða við 211. grein hegningarlaga þar sem viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi en ekki skemmra en fimm ár. Fyrir dómi í morgun játið Hákon að hafa banað Sri en sagðist ekki viss um hvort hann hefði slegið hana fjórum sinnum í höfuðið eða sjaldnar, né hversu oft hann hefði þrengt belti um háls hennar. Börn Sri krefjast skaðabóta, samanlagt tæplega 22 milljóna króna. Hákon sagðist ekki gera athugasemdir við þær kröfur. Milliþinghald verður í málinu 20. janúar þar sem meðal annars verður fjallað um mat á geðheilbrigði Hákonar. Hann er talinn sakhæfur og ekki ósáttur við það, hins vegar séu nokkur atriði í matinu sem hann er ekki sáttur við. Þingfesting málsins í morgun dróst um hálfa klukkustund og var Hákon í fylgd lögreglumanns sem og fangavarða. Skýringin á fylgdinni og seinkuninni er sú að Hákon mun hafa verið ósáttur við að fara í Héraðsdóm og varð nokkuð þref um það áður en lagt var af stað. Í öryggisskyni var því ákveðið að lögreglumaður fylgdi honum einnig.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira